Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2018
24.11.2018 | 11:04
Ertu skapandi og með fjármálaáskoranir?
Það dregur ákaflega úr sköpunarkraftinum að hafa fjárhagsáhyggjur, sagði ung myndlistarkona þegar ég spurði hana hvernig henni gengi að sjá sér farborða.
Þónokkrir listamenn hafa tjáð mér að það sé nær ómögulegt að lifa á listinni á Íslandi. Sumir vinna við kennslu til að drýja tekjurnar og aðrir vinna önnur störf til að geta haldið áfram að sinna listinni.
Gildi skapandi greina
Árið 2012 kom út skýrsla á vegum stjórnvalda sem ber yfirskriftina: Skapandi greinar sýn til framtíðar. Þar er meðal annars vísað til hagrænnar rannsóknar sem gerð var á framlegðaráhrifum skapandi greina. Þar kemur einnig skýrt fram að þó efnahagslegt vægi skapandi greina sé sannarlega mikilvægt, hafi þær þó fyrst og fremst listrænt og samfélagslegt gildi.
Skapandi greinar snerta mörg svið atvinnulífs og samfélags. Má nefna að þær hafa í auknum mæli áhrif á aðrar atvinnugreinar t.d. ferðaþjónustu. Þar sem listrænar- og menningarlegar upplifanir skipta æ meira máli sem aðdráttarafl fyrir ferðamenn. (Skapandi greinar sýn til framtíðar, bls. 47)
Hróður íslenskrar listar og menningararfs hefur borist víða undanfarin ár, enda hefur fjöldi ferðamanna aukist til mikilla muna og hluta þeirrar aukningar má rekja til fjölskrúðugs listalífs á Íslandi.
Undirstaða skapandi greina er skapandi fólk. Skapandi hugsun nýtist í ýmsum greinum og mikilvægi hennar kemur til með að aukast á komandi árum eftir því sem fjórðu iðnbyltingunni fleytir fram. Öll getum við því verið sammála um mikilvægi þess að tryggja skapandi fólki grundvöll til að vaxa og dafna á íslenskri grundu.
Þó aðgengi að fjármagni hafi aukist og styrkjamöguleikar fjölmargir, krefst það bæði skipulags og lagni að sækja um styrki og mörgum finnst það flókið.
Hvernig er hægt að styrkja innviðina?
Mörg sitjum við uppi með peningahugmyndir sem standa í vegi fyrir framgangi okkar. Með því að bera kennsl á þær getum við breytt afstöðu okkar til peninga.
Mýtan um fátæka listamanninn er alls ekki sönn þó hún sé svo sannarlega lífseig.
Þess vegna býður undirrituð fólki úr skapandi greinum að skrá sig á vinnustofu sem haldin er í húsakynnum Sambands íslenskra myndlistarmanna, fimmtudaginn 29. nóvember.
Þessi vinnustofa er fyrir þig ef þú vilt læra hvernig þú getur beitt innsæinu til að ná árangri á fjármálasviðinu. Þú hefur áhuga á tileinka þér nýstárlegan hugsunarhátt tengt peningum, því þú hefur fengið nóg af innri togstreitu og ert tilbúin/n að breyta sambandi þínu við peninga.
Við förum einnig yfir styrkjamálin og lærum aðferðir sem hægt er að nýta sér til að sækja um styrki og fá þá.
Listsköpun er rót skapandi greina. Það er forvitni og færni danshöfundarins, hugarflug og hæfni tónskáldsins, innsæi og ímyndunarafl hönnuðarins og myndlistarmannsins, næmni og miðlun tölvuleikjasmiðsins, skilningur og snerpa skáldsins sem knýr skapandi greinar áfram. Útkoman getur orðið verk sem hefur gildi vegna óáþreifanlegra þátta, hughrifa, upplifunar og sammannlegrar gleði en einnig fylgir henni efnahagslegt gildi og hagsæld. Virðiskeðja skapandi greina, hvort sem um er að ræða óáþreifanleg eða áþreifanleg verðmæti, verður aðeins öflug, ef allir hlekkir keðjunnar eru sterkir. (Skapandi greinar sýn til framtíðar, bls. 8)
Skýrslan: Skapandi greinar - sýn til framtíðar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2018 | 12:52
Einfaldar leiðir til að auka tekjurnar
Margir eru í þeim sporum að geta ekki aukið tekjurnar á núverandi vinnustað. Þar geta legið ýmsar ástæður að baki. Ein gæti verið sú að fyrirtækið hefur ekki bolmagn til að greiða hærri laun en þú sættir þig við núverandi launakjör í von um að bráðum komi betri tíð.
Önnur ástæða gæti verið að þú gegnir stjórnendastöðu og kemst hvorki hærra í metorðastiganum né á launaskalanum. Launin eru jafnvel samkeppnishæf á markaði en greiðslubyrði þín er það þung að lítið má út af bera. Þetta á sérstaklega við á þessum árstíma þegar jólahátíðin er á næsta leyti og útgjöldin meiri en ella. Það er nefnilega sama hversu há launin eru, það getur reynt á þolrifin að hafa aðeins úr ákveðnu að moða.
En hvað er til ráða til að auka tekjurnar?
Sumir vinna aukavinnu til hliðar við aðalstarf. Þessi vinna er þá gjarnan unnin á kvöldin og/eða um helgar. Þetta fyrirkomulag hefur ýmsa vankosti í för með sér, til dæmis mikið álag og takmarkaðan hvíldartíma. En þetta er þó leið til að auka tekjurnar og margir velja hana, að minnsta kosti tímabundið.
Önnur leið til að auka tekjurnar hefur færst í aukana á undanförnum árum og hún er sú að leigja út íbúðarhúsnæði sitt að hluta til. Þessi leið er sérstaklega vinsæl hjá þeim sem deila forræði og hafa börnin hjá sér aðra hverja viku. Þá viku sem fólk er barnlaust, flytur það þá gjarnan út úr húsnæði sínu og leigir það út til ferðafólks í nokkra daga í senn. Þessi leið er vel til þess fallin að auka tekjurnar en hentar þó ekki öllum.
Deilihagkerfið býður ýmsa aðra valkosti til tekjuöflunar og ein er sú að leigja út bílinn sinn. Þá geta þeir sem eru bíllausir eða jafnvel ferðamenn tekið einkabíla á leigu, allt frá nokkrum klukkustundum og upp í nokkra daga. Þessi leið hefur til dæmis notið vinsælda í Skandinavíu á undanförnum árum. Þar er einnig vinsælt að leigja út tæki og tól sem aðrir gætu haft not fyrir, svo sem eins og saumavélar, vélsagir, borvélar, snjómoksturstæki og annað í þeim dúr.
Til sölu
Önnur leið til tekjuöflunar er að taka til í geymslunni, bílskúrnum, skápunum og/eða á háaloftinu. Þar getur leynst ýmislegt sem má koma í verð, eins og til dæmis húsgögn, fatnaður, bækur, málverk, skartgripir, búnaður til íþróttaiðkunar og svo mætti lengi telja. Þetta er einnig umhverfisvæn leið, því með því að selja það sem þú notar ekki, geturðu stuðlað að því að minna sé framleitt.
Þeir sem eru lagnir við prjónaskap, útsaum, smíðar og annað slíkt, geta selt afurðir sínar til að drýgja tekjurnar.
Er hægt að lækka kostnað?
En hvort sem þér hugnast einhver af áðurtöldum aðferðum til fjáröflunar eður ei, er alltaf gott að skoða kostnaðarhliðina reglulega. Er ef til vill kominn tími til að skipta um síma- og netþjónustu? Eða væri ráð að hafa samband við tryggingarfélagið og endurskoða þjónustuna? Ertu áskrifandi að þjónustu sem þú notar ekki?
Eyðir þú peningum í eitthvað sem þú gætir sleppt (þó ekki væri nema tímabundið) í þeim tilgangi að lækka kostnað?
Peningar á lausu
Sumir eru með lausafé í vösum, milli sætanna í bílnum, í krukkum og annarstaðar. Það er góð regla að safna saman lausafé að minnsta kosti á þriggja mánaða fresti. Ein leið er að fá sér sparibauk. Önnur leið er að safna lausafénu saman og nota það í ákveðnum tilgangi. Til dæmis til að kaupa jólagjafir!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Desember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Maí 2020
- Desember 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Maí 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
Af mbl.is
Innlent
- Þetta var ógeðslegt
- Slitinn strengur hefur áhrif á net- og símasamband
- Aflýstu flugferð til Portúgal í gær en vélin fer í dag
- Breyta heiminum til hins betra
- Nýja íþróttamiðstöðin á áætlun
- Rennandi blaut tuska framan í íslensk heimili
- Eiga í samtölum við ráðherra um Háholt
- Hefðbundnu virkjanirnar réðu ekki við verkefnið
Erlent
- 30% landsmanna hafa miklar áhyggjur af tollum Trumps
- Einstaklega heimskuleg ákvörðun
- Spánverjar útiloka netárás á raforkukerfið
- 22 fórust í eldsvoða á veitingahúsi
- Segja orsökina liggja í sólar- og vindorku
- Stórbruni í London
- Rafmagn komið aftur á flestum stöðum á Spáni og Portúgal
- Frjálslyndi flokkurinn sigurvegari kosninganna