Bloggfærslur mánaðarins, september 2015
21.9.2015 | 10:48
Hvað stendur á þínum merkimiða?
Pistillinn sem fjallaði um þekkta slagara óttakórsins fór eins og eldur um sinu um netheima og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Í kjölfarið fór ég að velta ýmsu fyrir mér og meðal annars því sem hér á eftir kemur.
Andstæðar tvennur
Það er gömul saga og ný að það eru tvær hliðar á öllum peningum. Þessar tvær hliðar eru andstæðar tvennur sem togast á og skapa hvor annarri tilverurétt. Svo staðreyndin er sú að ef við göngumst við því að við erum stundum hrædd, þá er hin hliðin á óttanum hugrekki. Hin hliðin á klúðri er velgengni og hin hliðin á vanlíðan er hamingja.
En þó lögmálið sé einfalt, þá er upplifunin mjög oft flóknari. Sér í lagi þegar okkur finnst við skuggamegin í tilverunni. Það er að segja þegar við erum hrædd, höfum klúðrað einhverju eða upplifum að hamingjan hafi yfirgefið okkur.
Hvað stendur á þínum merkimiða?
Ótti, blankheit, klúður og óhamingja eru merkimiðar sem við setjum á upplifanir okkar og annarra. Við skilgreinum þessa merkimiða og upplifun okkar litast af skilgreiningunum. Við erum reyndar mjög oft undir áhrifum frá skilgreiningum annarra. Bæði fólksins í kringum okkur og samfélagsins.
Að sama skapi eru hugrekki, ríkidæmi, velgengni og hamingja hugtök sem við skilgreinum sjálf. Þau hugtök og þær hugmyndir sem við notum til að skilgreina okkar raunveruleika, hafa áhrif á væntingar okkar, gjörðir og þá upplifun sem við höfum af lífinu.
Tökum dæmi um tvær manneskjur sem eru í sambærilegu starfi, hafa sömu menntun og svipuð laun. Önnur hefur skilgreint að doktorspróf sé góð menntun og finnst því meistaragráðan sín lítils virði. Hin bjóst aldrei við að ganga menntaveginn og lítur á sína meistaragráðu sem afrek. Önnur tók við starfinu vegna þess að ekkert annað bauðst og finnst það fyrir neðan sína virðingu. Hin er hæstánægð í starfi og gerir sér vonir um að það leiði til frekari starfsframa. Annarri finnst launin of lág og nær varla endum saman. Hin skilgreinir öryggi útfrá því að hafa föst laun og lífstíll hennar passar innan þess ramma sem launin leyfa. Þínar eigin hugmyndir endurspegla það hvort þér finnst önnur metnaðarlaus og hin vanþakklát eða eitthvað allt annað.
Þetta getur ekki verið satt
Ég man að ég fékk hálfgert áfall þegar ég áttaði mig á því að upplifun mín af lífinu stjórnast af viðhorfi mínu til þess. Mér fannst þetta kaldranalega einfalt en á sama tíma var ég alls ekki tilbúin til að gangast við þessu sem sannleika. Sennilega vegna þess að mér fannst að þá þyrfti ég að verða fullkomin. Ég þyrfti alltaf að velja að vera hamingjusöm, hugrökk og bjartsýn. Þetta rjátlaðist þó af mér og staðreyndin er sú að ég á mína slæmu daga. Mig skortir oft þolinmæði, skorast stundum undan ábyrgð og svo mætti lengi telja. En vitneskjan um að líf mitt stjórnast af viðhorfi mínu, hefur þó breytt lífi mínu til hins betra. Hún hefur gert það að verkum að ég á auðveldara með að greina hismið frá kjarnanum. Boðleiðirnar hafa styttst innra með mér og ég sleppi fyrr tökunum á því sem ég get ekki breytt. Einnig er ég líklegri til að taka ábyrgð á því sem ég get breytt og er mitt að taka ábyrgð á.
Óttakórinn tekur enn lagið en ég sit ekki lengur á fremsta bekk og hlusta.
P.s. í undirbúningi er nýtt einstaklingsnámskeið sem miðar að því að takast á við óttann og læra aðferðir til að koma honum fyrir kattarnef.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.9.2015 | 16:23
Að hrökkva eða stökkva
Framtíðin er þeirra sem trúa á fegurð drauma sinna, sagði Eleanor Roosevelt. Það hljómar mjög vel en vandamál margra felst í því að þegar við látum okkur dreyma þá kemur óttinn upp. Hann tekur völdin með sinni lamandi hendi.
Það er óttinn sem veldur því að við látum ekki drauma okkar rætast heldur sættum okkur við óbreytt ástand. Við látum okkur reka í stað þess að sigla seglum þöndum á vit þess sem hið óvænta getur fært okkur.
Ótti gamli ótti
Hræðsla við breytingar er í mörgum tilfellum svo raunveruleg að við finnum hana í líkamanum. Hún hríslast um okkur, laumuleg eins og þjófur að nóttu. Við fáum jafnvel magaverk eða þungt fyrir brjóstið. Upplifum að við getum ekki rönd við reist. Þessi hræðsla kemur gjarnan í veg fyrir að við stökkvum til þegar tækifæri gefst. Hún er einnig dragbítur á dagdrauma sem geta leitt af sér stórkostlegar breytingar.
Vitur kona sagði mér eitt sinn að best væri að láta sig dreyma, taka þvínæst ákvörðun um að láta drauminn verða að veruleika og finna svo að lokum útúr því hvernig best væri að byrja. Flest stökkvum við frá draumnum og yfir í stig númer þrjú nema í stað þess að finna útúr því hvernig best sé að láta drauminn rætast látum við óttann stoppa okkur.
Hlustaðu bara á innsæið, segja margir þegar ákvarðanataka er annars vegar. Notaðu hausinn, segja aðrir. Fylgdu hjartanu, segja enn aðrir. En það er ekki svo einfalt þegar hræðslan tekur völdin þannig að við heyrum ekki skilaboðin sem innsæið hefur fram að færa, í hausnum hljómar margradda kór og hjartað tekur aukakipp af ótta. En hvað er þá til ráða?
Óttakórinn syngur þekkta slagara
Boðskapur óttakórsins er tiltölulega einfaldur. Ekki breyta neinu, ekki láta drauma þína rætast, ekki taka áhættu. Með öðrum orðum - haltu þig til hlés.
Eitt gott ráð sem ég hef notað til að losna við ótta, er að skilgreina hann. Þá spyr ég mig að því hvort þetta sé ótti við breytingar eða með öðrum orðum, ótti við hið óþekkta. Eða jafnvel ótti við að mistakast, sem er mjög algeng tegund ótta. Sá er vissulega af sama meiði og óttinn við breytingar og stendur gjarnan í vegi fyrir því að við leyfum hugmynd verða að draumi og síðan að veruleika.
Rannsóknir hafa sýnt að fólk lætur óttann við að mistakast gjarnan stoppa sig en óttinn við velgengni er ekki síður algengur. Hugsanir á borð við: Hvað ef mér tekst vel til? Hvað ef hugmyndin slær í gegn, fyrirtækið stækkar og ég þarf að ráða starfsfólk og svo framvegis...
Ég finn gjarnan fyrir óttanum í líkamanum og nota þá oft tækifærið til að tengja við hann og sjá hann fyrir mér. Stundum hef ég spurt hann hver skilaboð hans séu. Óttinn er frumstæður og upphaflegi tilgangur hans var sá að auka líkurnar á því að við lifðum af. Færum okkur ekki að voða. Þessvegna er góð leið til að losna við óttann, að komast að því hvaða skilaboð hann hefur til okkar. Þakka fyrir skilaboðin og segja honum að við ráðum við þetta. Við ætlum bara að byrja og sjá svo til. Jú, við eigum eftir að gera mistök og misstíga okkur á leiðinni en við ætlum að hefjast handa.
Máttur þess að taka ákvörðun
Bestu ákvarðanir lífs míns hef ég tekið þegar ég hef náð að útiloka raddirnar sem hljóma eins og kór á borgarafundi. Þessar góðu ákvarðanir sem bera með sér nýjungar og vöxt, hef ég tekið þegar ég fylgi forskriftinni góðu: draumur, ákvörðun, finna út hvernig. Staðreyndin er nefnilega sú að við búum yfir ótrúlegri færni til að finna lausnir og aðlagast breytingum. Svo nú er bara að ákveða ætlar þú að hrökkva eða stökkva?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Desember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Maí 2020
- Desember 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Maí 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
Af mbl.is
Innlent
- Aflýstu flugferð til Portúgal í gær en vélin fer í dag
- Breyta heiminum til hins betra
- Nýja íþróttamiðstöðin á áætlun
- Rennandi blaut tuska framan í íslensk heimili
- Eiga í samtölum við ráðherra um Háholt
- Hefðbundnu virkjanirnar réðu ekki við verkefnið
- Kvartað yfir nikótínpúðum við leiksvæði
- Verðbólga mælist ekki 42%
- Óbein áhrif tollastefnu Trumps
- Ný stjórn skipuð fyrir Eyvör
Erlent
- 30% landsmanna hafa miklar áhyggjur af tollum Trumps
- Einstaklega heimskuleg ákvörðun
- Spánverjar útiloka netárás á raforkukerfið
- 22 fórust í eldsvoða á veitingahúsi
- Segja orsökina liggja í sólar- og vindorku
- Stórbruni í London
- Rafmagn komið aftur á flestum stöðum á Spáni og Portúgal
- Frjálslyndi flokkurinn sigurvegari kosninganna
- Rándýr hergögn glatast á Rauðahafi
- Dæmdir fyrir árás á ísraelskt fyrirtæki í Svíþjóð
Íþróttir
- Konur: Félagaskiptin í íslenska fótboltanum - lokadagur
- Góður sigur hjá stelpunum
- Ungi Blikinn fer í Hafnarfjörðinn
- Skalli að hætti framherja hjá Kennie (myndskeið)
- Mun áfram verja mark Börsunga í Meistaradeildinni
- Magnað mark Bjarka í Garðabænum (myndskeið)
- Verður hvort eð er meiddur í líklegu banni
- Mjög erfitt að sópa sterku liði eins og Grindavík
- Ísland leikur tvo landsleiki í Kaíró
- Pogba búinn að finna sér nýtt lið?