21.2.2017 | 19:36
Fimm ráð til að ná betri tökum á fjármálunum
Mörgum finnst tilhugsunin um fjármál og fjármálaumsýslu, hreinlega leiðinleg. Ég var í hópi þess fólks um áraraðir og þessvegna fann ég skemmtilegar og skapandi leiðir til að ná tökum á fjármálunum þegar ég ákvað að verða fjárhagslegur leiðtogi í eigin lífi.
Ég viðurkenni þó fúslega að skattaskýrslur og bókhald eru enn á listanum yfir það sem mér finnst hreinlega leiðinlegt. Góðu fréttirnar eru þær að það má auðveldlega útvista slíkum verkum til þeirra sem ferst betur úr hendi að leysa þau.
En þó verð ég að segja að með hverju árinu sem líður verða fjármálin meira aðlaðandi. Það hefur bæði með mitt eigið viðhorf og nálgun að gera.
Ef þú ert meðal þeirra sem vilt ná betri tökum á fjármálunum, koma hér nokkur hagnýt ráð:
- Taktu þér tíma vikulega til að skoða fjármálin. Ekki bara til að greiða reikninga, heldur einnig til að gera áætlanir.
- Lækkaðu kostnað. Farðu yfir kostnaðinn þinn reglulega. Skoðaðu allan fastan kostnað að minnsta kosti tvisvar sinnum á ári. Notarðu allt sem þú ert með í áskrift? Geturðu fengið betra verð hjá öðru fyrirtæki, o.s.frv. Þetta telur allt.
- Peningalaus dagur. Hafðu það fyrir reglu að hafa að minnsta kosti einn peningalausan dag í viku. Taktu með þér nesti og skipuleggðu þig vel. Þetta er skemmtileg æfing og býr til meðvitund um hversu mikilvægir peningar eru í daglegu lífi okkar.
- Búðu þér til varasjóð. Það kemur alltaf eitthvað upp á, svo í stað þess að flokka það sem: óvænt útgjöld geturðu mætt bílaviðgerðum og viðlíka með bros á vör.
- Seldu það sem þú notar ekki. Áttu fatnað eða hluti sem þú hefur engin not fyrir? Það er bæði efnahagslega hagkvæmt og umhverfisvænt að gefa því sem enginn notar heima hjá þér, nýtt líf hjá nýjum eiganda.
Finndu fleiri leiðir til að ná betri tökum á þínum fjármálum og mundu að leyfa þér að nálgast fjármálin með skapandi hætti. Peningar geta nefnilega verið skemmtilegir!
Eldri færslur
- Desember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Maí 2020
- Desember 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Maí 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
Af mbl.is
Fólk
- Fagna 14 ára brúðkaupsafmælinu á skoskri eyju
- Jón Gnarr gerði grín að athyglisbrestinum
- Sláandi lík móður sinni
- Fékk enga fjárhagslega aðstoð frá pabba
- Tatum og Williams opinbera ástarsambandið
- Lét minnka brjóstin eftir að skoran olli hneykslan
- Harry Potter-stjarna eignaðist sitt annað barn
- Alvarlega vannærður þegar hann lést
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.