10.8.2015 | 10:51
Leynist fjármálasnillingur innra međ ţér?
Ef einhver hefđi spurt mig ţessarar spurningar fyrir fimm árum, hefđi ég sennilega hlegiđ og sagt ţvert nei. Í dag trúi ég ţví hins vegar ađ ţađ búi fjármálasnillingur innra međ okkur öllum. Viđ ţurfum bara mjög mismunandi ađferđir til ađ lađa fram snilligáfuna.
Flestir sem koma til mín í markţjálfun byrja setningar um fjármál á einhverju af eftirfarandi: Ég hef ekki efni á... Ég get ekki... Ég kann ekki.... Međ ađferđum markţjálfunarinnar og gleraugum peningaerkitýpanna, öđlast fólk ţó fljótlega sjálfstraust til ađ nálgast fjármálin sín međ endurnýjuđu hugarfari. Breytingarnar eru ótvírćđar og skila sér á öllum sviđum lífsins. Ţađ ađ vera fjárhagslegur leiđtogi í eigin lífi er nefnilega einstaklega valdeflandi.
Snýst ekki bara um krónur og aura
Ţađ ađ vera viđ stjórnvölinn ţegar kemur ađ fjármálunum snýst ekki bara um krónur og aura. Ţađ snýst fyrst og fremst um hugarfar. Möguleikar okkar til ađ búa til peninga takmarkast nefnilega eingöngu af okkar eigin hugarfari.
Ţađ sama á viđ um ţađ hvernig viđ förum međ peningana okkar. Ţađ einkennist einnig fyrst og fremst af hugarfari okkar og ţví hvernig viđ erum samsett í grunninn. Ţarna leika peningaerkitýpurnar okkar stóra rullu.
Hvernig týpa ert ţú?
Segja má ađ peningaerkitýpurnar séu peninga DNA-iđ okkar. Týpurnar eru átta talsins og hjá hverju og einu okkar trónir ein ţeirra á toppnum. En ţađ er samspil ţriggja efstu erkitýpanna sem gerir okkur einstök. Ef efstu erkitýpurnar okkar eru ósammála í grundvallarafstöđu sinni til peninga, myndast ákveđin togstreita innra međ okkur sem kemur oft fram í peningahegđun sem veldur okkur hugarangri eđa jafnvel streitu og kvíđa. Tökum dćmi. Ein ţeirra, Safnarinn, vill gjarnan leggja fyrir og eiga fyrir hlutunum. Ţađ sem vakir fyrir Frumkvöđlinum hins vegar er ađ taka áhćttu sem getur haft mikinn fjárhagslegan ávinning í för međ sér. Ţegar ţessar tvćr peningaerkitýpur tróna á toppnum hjá einni og sömu manneskjunni, getur komiđ upp innri togstreita ţegar raddir ţeirra takast á. Önnur vill alls ekki taka áhćttu í fjármálum og stígur varlega til jarđar ţegar kemur ađ fjárfestingum. Hin vill hins vegar mjög gjarnan taka áhćttu og ţrífst reyndar á ţví. Hún beinir sjónum ađ ávinningnum sem getur hlotist af áhćttunni og hefur reyndar merkilega oft rétt fyrir sér. Vogun vinnur, vogun tapar, segir máltćkiđ og á međan Frumkvöđullinn heyrir ađeins fyrri hlutann međ áherslu á vinnur, heyrir Safnarinn gjarnan seinni hlutann međ áherslu á tapar.
Međ ađferđum markţjálfunarinnar vinnum viđ í ađ byggja kerfi sem leyfa báđum erkitýpunum og hćfileikum ţeirra ađ njóta sín. Samspil ţeirra getur orđiđ algjörlega magnađ.
Eldri fćrslur
- Desember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Maí 2020
- Desember 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Maí 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.