Leita ķ fréttum mbl.is

Hvernig męliršu žitt sjįlfstraust?

Sjįlfstraust er heillandi fyrirbęri. Žrįtt fyrir aš margir myndu skilgreina sjįlfstraust sem hugtak og žvķ óįžreifanlegt, mį fęra rök fyrir aš sjįlfstraust spili sterka rullu ķ mannlegum samskiptum og ķ upplifun okkar af lķfinu. Žar į ég bęši viš žaš sjįlfstraust sem viš bśum yfir og einnig sjįlfstraust annarra. Aš sama skapi mį segja aš skortur į sjįlfstrausti hafi įhrif į samskipti okkar og upplifun.

 

Hvernig męliršu žitt sjįlfstraust?

Mörg erum viš nokkuš mešvituš um hvort sjįlfstraust okkar er mikiš eša lķtiš hverju sinni. Aušvitaš hlżtur žaš alltaf aš vera męlanlegt į žeim skala sem viš žekkjum hjį okkur sjįlfum, žvķ erfitt er aš bera eigiš sjįlfstraust saman viš sjįlfstraust annarra. Įstęšan žess er helst sś aš ekki er allt sem sżnist. Mörg žekkjum viš aš hafa virkaš örugg į ašra žó reyndin hafi veriš sś aš viš skulfum į beinunum. Aš sama skapi getum viš upplifaš ašra manneskju sem sjįlfsörugga žó hśn sé ķ raun óörugg örugg.

Sjįlfstraust okkar hangir saman viš sjįlfsmynd okkar aš mjög miklu leyti og žvķ er gott aš hafa ķ huga aš sjįlfstraustiš getur boriš hnekki žegar viš erum ķ ašstęšum žar sem viš erum illa įttuš. Margir hafa upplifaš žetta į nżjum vinnustaš eša ķ kjölfar annars konar breytinga. Ķ svoleišis tilfellum erum viš oft mešvituš um aš žetta er tķmabundiš įstand og aš sjįlfstraustiš eykst samhliša žvķ sem viš venjumst ašstęšum.

Oft kemur skortur į sjįlfstrausti einnig fram žegar viš stöndum frammi fyrir mikilvęgum įkvöršunum. Skortur į sjįlfstrausti getur einnig veriš tilkominn vegna langvarandi samskipta sem teljast óheilbrigš. Ef skortur į sjįlfstrausti er langvarandi įskorun ķ žķnu lķfi, er rįšlegt aš leita ašstošar.

 

Hvernig męliršu sjįlfstraust annarra?

Gott sjįlfstraust endurspeglar sterka sjįlfsmynd og sjįlfsviršingu. En žessi žrenning endurspeglar einnig viršingu fyrir öšru fólki.

Fólk sem virkar hrokafullt eša leyfir sér aš koma fram viš ašra af óviršingu, gerir žaš oft vegna žess aš sjįlfsmynd žess er skert aš einhverju leyti. Sjįlfstraust žessa fólks er žvķ ķ rauninni mjög lķtiš og birtingarmyndin eru žessi óheilbrigšu samskipti. Mér finnst sjįlfri gott aš hafa žetta ķ huga žegar ég finn mig ķ ašstęšum žar sem fólk kemur fram af óviršingu. Hegšun viškomandi endurspeglar ķ raun og veru skort į sjįlfsviršingu. Žvķ žeir sem bera raunverulega viršingu fyrir sjįlfum sér og hafa sterka sjįlfsmynd, žeir hafa sjįlfstraust til aš koma vel fram viš ašra. En žeir sem eru fastir ķ neti ljótleikans ķ samskiptum, eru oft žeir sem finnst žeir ekki eiga betra skiliš. Žaš getur žvķ veriš lykill aš žvķ aš umbreyta slķkum samskiptum aš setja skżr mörk og segja frį žvķ aš svona samskipti séu manni ekki aš skapi. Žarna er žó mikilvęgt aš muna eftir aš taka alls ekki žįtt meš žvķ aš ęsa sig eša fara ķ vörn. Mundu umfram allt aš samskiptamįti viškomandi hefur ekkert meš žig aš gera heldur endurspeglar hann skerta sjįlfsmynd, sjįlfstraust og sjįlfsviršingu hins ašilans.

 

Leišir til aš auka sjįlfstraust

Eitt af žvķ sem ég velti fyrir mér viš undirbśning žessa pistils, var hvort žaš vęri munur į kynjunum žegar sjįlfstraust er annars vegar. Mér fannst mešal annars mikilvęgt aš kanna žaš meš tilliti til žess aš benda į leišir til aš auka sjįlfstraust.

Žaš kemur sennilega fįum į óvart aš heilmikiš hefur veriš skrifaš um sjįlfstraust kvenna og hefur žaš gjarnan veriš boriš saman viš sjįlfstraust karla. Lengi vel var sjįlfstraust kvenna almennt tališ minna en sjįlfstraust karla. Nżlegar rannsóknir hafa hins vegar sżnt fram į aš žaš eru ašrar breytur en kyn sem eru sterkari žegar sjįlfstraust er annars vegar. Sjįlfstraust ręšst semsagt frekar af einstaklingsbundnum žįttum og umhverfi. Žvķ mį segja aš sjįlfsmyndarvandi og skortur į sjįlfstrausti séu menningartengdur vandi eša nokkurs konar kerfisvilla.

Žess vegna eru góšar fyrirmyndir og menningarlegar breytingar sem hafa jįkvęš įhrif į umhverfi einstaklinga, einstaklega uppbyggjandi fyrir sjįlfstraustiš.

En sértu hins vegar aš leita aš einföldu rįši til aš auka sjįlfstraust žitt, ętla ég aš deila einu sem hefur reynst mér vel. Fyrir nokkrum įrum rakst ég į fyrirlestur žar sem sįlgreinir fjallaši um sjįlfstraust. Hśn nefndi dęmi af sjįlfri sér og sagšist óörugg žegar hśn vęri į leiš ķ boš žar sem hśn žekkti fįa eša jafnvel engan. Hśn sagšist žį fara meš žvķ hugarfari aš hśn ętlaši aš vera til žjónustu fyrir ašra. Hśn sagšist beina sjónum aš žeim sem virtust utangįtta og hefja samręšur į aš spyrja um hagi višmęlandans. Hśn einbeitti sér gjarnan aš žvķ aš tala inn ķ ašstęšur fólks og veita stušning og uppörvun. Meš žessu móti gleymdi hśn sjįlfri sér og eigin óöryggi į mešan hśn lyfti nįunganum upp og sżndi samhug ķ verki. Ég hef prófaš žetta og get stašfest aš žaš virkar.


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Höfundur

Edda Jónsdóttir
Edda Jónsdóttir

Edda er leiðtogamarkþjálfi CPC sem sérhæfir sig í valdeflingu einstaklinga og teyma. Pistlar Eddu fjalla um fjárhagslega hæfni, leiðtogafærni og hugarfarsbreytingar.

Edda á og rekur EddaCoaching - www.eddacoaching.com. 

Aprķl 2024
S M Ž M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband