Leita í fréttum mbl.is

Hvað er forysta?

Þessarri spurningu velti ég oft fyrir mér. Það eru til ýmsar skilgreiningar á því hvað er að vera leiðtogi og hverjir eru leiðtogar. Sitt sýnist hverjum og sérfræðingar eru ekki á einu máli. Vinsælar skilgreiningar á forystu þessi misserin eru meðal annars þjónandi forysta, leiðandi forysta og sönn forysta (e. authentic leadership). Allar þessar tegundir forystu eiga það sameiginlegt að leiðtoginn aðhyllist ekki stigveldis skipulag (e. hierarchy) heldur deilir ábyrgð með teyminu og hvetur aðra til dáða.

 

Fæddur leiðtogi?

Sumir eru þeirrar skoðunar að leiðtogahæfni sé meðfædd. Þeir sem eru á þessarri skoðun halda því gjarnan fram að þróun leiðtogahæfileika sé gagnslaus enda sé leiðtogahæfni sumum einfaldlega í blóð borin og öðrum ekki. Rannsóknir hafa sýnt að eðlishyggjukenningar sem þessar, tefja fyrir framþróun og standa gjarnan í veginum fyrir því að konur hljóti leiðtogastöður. Þeir hæfileikar sem eru flokkaðir sem afgerandi leiðtogahæfni hjá körlum eins og ákveðni og stefnufesta, eru þá gjarnan flokkaðir sem frekja hjá konum.

 

Valdeflandi forysta

Þeir sem laða fram það besta í öðrum, taka ábyrgð á sjálfum sér og efla aðra til að taka aukna ábyrgð, beita aðferðum valdeflandi forystu (e. empowered leadership). Þessi tegund leiðtogahæfni byggir á þeirri hugsun að leiðtogahæfni krefjist þess að við höfum stjórn á eigin lífi fyrst og svo verðum við fyrirmyndir og þvínæst leiðtogar.

Það krefst hugrekkis að þora að taka ábyrgð á sjálfum sér. Í bók sinni „Good to Great“, fjallar Jim Collins um að frábærir leiðtogar séu þeir sem hafa hugrekki til að horfast í augu við sjálfa sig þegar eitthvað bjátar á í stað þess að horfa út um gluggann í leit að sökudólgi.

 

Fjölbreytt forysta

Konum hefur fjölgað ört í stjórnum fyrirtækja og lífeyrissjóða eftir að lög um kynjakvóta tóku gildi 1. september 2013. Rannsóknir hafa sýnt að með tilkomu kvennanna hefur fjölbreytni aukist til muna í stjórnum.

Staðreyndin er sú að bæði karlar og konur geta verið frábærir leiðtogar. Það hefur reyndar ekkert með kyn að gera. Það hefur með viðhorf að gera og hugrekkið til að taka ábyrgð á sjálfum sér, orðum sínum og gjörðum. Frábær leiðtogi er sjálfum sér samkvæmur, leitar ráða þegar vera ber, hlustar á innsæið og þorir að viðurkenna mistök þegar við á.

Af þessu má ráða að hugrekkið til að taka ábyrgð á sjálfum sér og þora að leiða frá hjartanu getur leitt af sér aukna ábyrgð. Frábærir leiðtogar eru trúir í því litla og þess vegna er þeim oft trúað fyrir því sem stærra er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Biskupsembættið og Háskólarektorsembættið eru dæmi um forystuhlutverk sem mættu /ættu að vera meira áberandi í fjölmiðlum.

Eru þessi embætti að spyrja þjóðina einhverra spurninga opinberlega svo að einhver andleg þróun geti orðið?

Hver hefur bestu svörin sem að fólk er að fólk er að leita að?

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/1643136/

Jón Þórhallsson, 6.4.2015 kl. 12:31

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hvað er forysta?

Það eru væntanlega til margir vetvangar tengt forystu.

T.d. forysta tengd skátastarfi, leitin að lífinu í geimnum, 

forysta í landspólitík eða í sveitarstjórn.

Jón Þórhallsson, 6.4.2015 kl. 12:38

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Varðandi það hvort að leiðtogahlutverk séu meðfædd;

þá gæti verið margt til í því:

Hefur þú lesið Michael-fræðin?

http://www.michaelteachings.com/priest_role.html

Jón Þórhallsson, 6.4.2015 kl. 12:53

4 Smámynd: Jón Þórhallsson

Sjálfur myndi ég vilja eiga kost á því að kjósa hæfasta skipsjtórann á þjóðarskútuna með því að kjósa pólitískan forseta. 

=Einhvern sem að myndi helga sig starfinu og þyrfti að standa eða að falla með öllum sínum ákvörðunum:

=Allar ábyrgðarlínur yrðu skýrari frá A-Ö:

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/1359897/

Jón Þórhallsson, 6.4.2015 kl. 16:57

5 Smámynd: Jón Þórhallsson

Við þurfum að byrja á því að skilgreina viðfangsefnið

Er það hagfræði, heimspeki, UFO, stjörnufræði, arkitekúr eða hvað?

=Hvaða verkefni á að leysa?

Hverjir eru t.d. 12 "AÐAL"-sérfræðingarnir tengt því viðfangsefni sem á að fást við; á landsvísu og svo á heimsvísu?

https://www.youtube.com/watch?v=V7GoWpCz6NA&feature=SeriesPlayList&p=A046A4C0C8668A6A&index=6

Jón Þórhallsson, 6.4.2015 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Jónsdóttir
Edda Jónsdóttir

Edda er leiðtogamarkþjálfi CPC sem sérhæfir sig í valdeflingu einstaklinga og teyma. Pistlar Eddu fjalla um fjárhagslega hæfni, leiðtogafærni og hugarfarsbreytingar.

Edda á og rekur EddaCoaching - www.eddacoaching.com. 

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband