Leita í fréttum mbl.is
Embla

Bloggfćrslur mánađarins, mars 2017

Forsetafrúin og jafnréttismálin

Fyrri hluta dagsins í dag varđi ég í návist fyrirfólks. Tilefniđ var opinber heimsókn forseta Íslands til Noregs. Ég og fjölskylda mín vorum međal ţeirra sem fengum bođ um ađ vera fyrir utan konungshöllina í Osló og taka á móti forsetahjónunum viđ upphaf heimsóknarinnar. Ţađ var mikill heiđur og mjög hátíđleg stund.

 

Ég ţori, get og vil

Í kjölfariđ var opinn fundur í Oslóarháskóla ţar sem forsetafrúin, Eliza Reid var frummćlandi. Efni fundarins var jafnréttismál og yfirskriftin: Kynbundin gjá á öld jafnra tćkifćra.

Frú Eliza hóf mál sitt á ađ tala um kvennafrídaginn áriđ 1975 og sagđi hann hafa markađ mikil tímamót í jafnréttisbaráttu íslenskra kvenna. Hún rćddi um ţá stađreynd ađ Ísland trónir á toppnum á lista Alţjóđaefnahagsráđsins um jafnrétti međal ţjóđa og sagđi stolt frá nýrri löggjöf sem mun gera fyrirtćkjum skylt ađ framfylgja launajafnrétti á Íslandi.

Hún lagđi ríka áherslu á samstarf Norđurlandanna í jafnréttismálum og minntist á ađ viđ hefđum gjarnan tekiđ upp löggjöf hvert eftir öđru. Sem dćmi nefndi hún lög um feđraorlof sem Íslendingar riđu á vađiđ međ og hin Norđurlöndin fylgdu í kjölfariđ. Einnig nefndi hún dćmi um lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtćkja en sú löggjöf á rćtur ađ rekja til Noregs og hefur síđan veriđ tekin upp á hinum Norđurlöndunum.

 

En betur má ef duga skal

Forsetafrúin sagđi ţó ađ kynbundiđ ofbeldi vćri enn vandamál á Íslandi og ađ baráttan héldi áfram í ţeirri von ađ binda endi á ţađ. Hún benti einnig á ađ hlutur kvenna í fjölmiđlum vćri enn rýr og ţá sérstaklega hlutur kvenna af erlendum uppruna.

Hvađ atvinnumálin varđar, sagđi hún ađ bćđi tćknigeirinn og sjávarútvegur vćru greinar ţar sem krafta kvenna nyti ekki viđ, nema ađ takmörkuđu leyti.

Hún vitnađi í herferđ UN-Women, hann fyrir hana (e. He for She) og sagđi hana gott dćmi um herferđ ţar sem unniđ vćri gagngert í ţví ađ brjóta stađalmyndir á bak aftur. Ţá sýndi hún myndband úr herferđinni sem sýnir viđtal viđ ungan mann sem vinnur viđ hjúkrun. Sá sagđist gjarnan vilja taka ţátt í ađ breyta ţeirri ímynd sem hjúkrunarstarfiđ hefur sem kvennastarf. En ađeins 2% hjúkrunarfrćđinga á Íslandi eru karlmenn.

 

Lagabreytingar

Líflegar pallborđsumrćđur spunnust í kjölfar rćđu forsetafrúarinnar. Mímir Kristjánsson, ritstjóri Klassekampen stýrđi umrćđunum. Ţar tók fyrst til máls, Anne-Jorunn Berg sem er prófessor og stýrir rannsóknarsetri í kynjafrćđi viđ Oslóarháskóla. Anne-Jorunn benti á ađ til ađ snúa viđ kynjahalla međal starfsfólks í umönnunarstörfum í heilbrigđisstétt, ţyrfti ađ hćkka launin. Hún sagđi jafnframt ađ ţćr konur sem hćfu störf í stéttum sem vćru hefđbundnar karlastéttir, hefđu gjarnan há laun.

Ragnhildur Helgadóttir, forseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík, sat í pallborđi og talađi međal annars um ţađ ţegar löggjafinn hefur breytt gangi mála í jafnréttisbaráttunni. Hún nefndi í ţví samhengi dćmi ţess ţegar feđraorlof var fest í lög og ţau áhrif sem sú lagasetning hafđi fyrir ungar konur á vinnumarkađi. Ţá var ţađ ekki lengur samskonar áskorun ađ vera kona á barneignaraldri á vinnumarkađi ţví karlmenn geta einnig tekiđ fćđingarorlof.

 

Jafnréttismálin sem útflutningsvara?

Sjálf hef ég gengiđ međ kynjagleraugun á nefinu um langa hríđ og hef einbeitt mér ađ fjárhagslegri valdeflingu kvenna undanfarin ár. Í ljósi ţess velti ég ţví fyrir mér hversu dýrmćtt ţađ vćri ađ geta sett reynslu okkar Íslendinga af jafnréttismálum í annađ samhengi.

Ţađ mćtti gera međ ţví ađ reikna út hversu mikill ţjóđhagslegur ávinningur er af kynjajafnrétti. Ţćr upplýsingar mćtti svo nýta sem hvata fyrir ađrar ţjóđir til ađ stuđla ađ jafnrétti kynjanna.


Höfundur

Edda Jónsdóttir
Edda Jónsdóttir

Edda er leiðtogamarkþjálfi CPC sem sérhæfir sig í valdeflingu einstaklinga og teyma. Pistlar Eddu fjalla um fjárhagslega hæfni, leiðtogafærni og hugarfarsbreytingar.

Edda á og rekur EddaCoaching - www.eddacoaching.com. 

Okt. 2017
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband