Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2017

Hvernig er samband þitt við peninga?

Samband hvers og eins okkar við peninga stjórnast að miklu leyti af því sem ég kalla peninga DNA. Það eru þræðir innra með okkur, sem eiga rætur í uppeldi okkar og peningasögu. Þessir þræðir stýra upplifunum okkar og væntingum, án þess þó að við séum almennt meðvituð um þá.

Kostir þess að kynnast peninga DNA-inu sínu eru ótvíræðir. Aukin sjálfsþekking er alltaf til góðs og veitir okkur tækifæri til að horfast í augu við sjálf okkur eins og við erum. Með skilninginn að vopni, getum við breytt til hins betra.

 

Stjórna peningar lífi þínu?

Hvort sem okkur líkar betur eða verr, ráðast velflestar ákvarðanir okkar af fjárhagsstöðu á einn eða annan hátt. Margir eru fastir í vinnu sem þeim leiðist, eingöngu vegna þess að fjárhagslegar skuldbindingar gera það að verkum að þeir upplifa að eiga sér ekki undankomu auðið. Aðrir láta peningaleysi koma í veg fyrir að þeir láti drauma sína rætast.

Góðar hugmyndir hljóta sjaldan brautargengi nema fjármagn sé fyrir hendi. Svo já, peningar stjórna lífi okkar með einum eða öðrum hætti alla daga. Þess vegna er miklu betra að eiga gott samband við peninga heldur en slæmt samband.

 

Innri átök um peninga

Dæmi um innri átök tengd peningum getur verið hjá einstaklingi sem hefur náð að safna varasjóði og svo koma upp aðstæður þar sem gengur á sjóðinn eða hann tæmist. Þá getur jafnvel komið fram sektarkennd og innri vanmáttarkennd sem birtist í því að viðkomandi dæmir sig hart fyrir að haldast ekki á peningunum sem lagðir höfðu verið til hliðar.

Annað dæmi um innri átök getur verið af einstaklingi sem finnst aldrei vera nóg. Viðkomandi skorar því á sjálfan sig í sífellu að ná nýjum fjárhagslegum hæðum en á sama tíma óttast hann að missa tökin á peningunum. Hann óttast einnig að missa tökin á þeim völdum sem fylgja umsvifunum og þeirri ímynd sem tengist þeim.

Enn annað dæmi um innri átök tengd peningum getur verið af einstaklingi sem kaupir hluti til að upplifa gleði og vellíðan. Viðkomandi sér engan tilgang með því að spara, þar sem peningar eru til að njóta þeirra. Átökin myndast þegar viðkomandi þarf að breyta peningahegðun sinni – gjarnan vegna þrýstings frá öðrum.

 

Fjárhagsleg valdefling í febrúar

Rannsóknir hafa sýnt að við glímum öll við einhverjar áskoranir tengdar peningum. Það er staðreynd sem er óháð innkomu og fjárhag, þrátt fyrir að áskoranirnar séu mismunandi.

Þann 11. febrúar ætla ég að halda vinnustofu fyrir frumkvöðla og stjórnendur. Þar gefst þátttakendum tækifæri til að skoða samband sitt við peninga. Kynnast styrkleikum sínum og læra að byggja á þeim en einnig að horfast í augu við áskoranir og uppgötva leiðir til að takast á við þær.

 

Vinnustofan – Uppgötvaðu þitt peninga DNA er fyrir þig ef þú:

  • Vilt læra hvernig þú getur leyst fjármála-áskoranir í eigin lífi og þær sem koma upp í vinnunni.
  • Þú hefur fengið nóg af innri togstreitu sem tengist peningum.
  • Þig þyrstir í að umbreyta sambandi þínu við peninga.
  • Þú vilt læra hvernig þú getur beitt innsæinu til að ná árangri á fjármálasviðinu.

 

Virkar þetta?

En hvernig get ég staðhæft að samband þitt við peninga kemur til með að breytast? Það er vegna þess að ég hélt að ég hefði reynt allt sem hægt væri að reyna til að bæta samband mitt við peninga.

En þegar ég uppgötvaði peninga DNA-ið mitt og lærði að byggja á þeim styrkleikum sem ég hef, varð umbreytingin sem ég hafði þráð.

Mig langar að deila með þér því sem ég hef lært og bjóða þér að taka þátt í vinnustofunni í Tveimur heimum, laugardaginn 11. febrúar.

Þar færðu tækifæri til að kynnast þínu peninga DNA-i sem mun varpa nýju ljósi á samband þitt við peninga og opna dyr að nýjum heimi.

Þetta verður lítill hópur, svo þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að bera peningamál þín á torg, þar sem fullur trúnaður mun ríkja.

Það gerir hins vegar að verkum að þú þarft að hafa hraðar hendur ef þú vilt tryggja þér eitt af þeim fáu sætum sem eru í boði.

Svo endilega skráðu þig núna og ég hlakka til að hitta þig laugardaginn 11. febrúar – þegar nýr kafli í lífi þínu mun hefjast.

 

Nánari upplýsingar um vinnustofuna er að finna hér:


Föstudagurinn þrettándi og fjármálin

Shakespeare skrifar í Hamlet að ekkert sé í raun gott eða vont - aðeins hugsun geti gert það annað hvort. Föstudagurinn þrettándi er gott dæmi um slíkt.

Dagurinn í dag getur einkennst af varkárni fyrir þann sem býst við hinu versta. Eða hann getur orðið besti dagur lífs þíns. Nú eða bara venjulegur föstudagur. Það er algjörlega undir þér komið.

Það sama á við hvar sem ber niður í lífi okkar allra. Það eru undir okkur sjálfum komið hvernig samskipti við eigum. Hvernig viðmót okkar er og hvernig líðan okkar er.

Það er einnig undir okkur sjálfum komið hvernig fjármálin okkar eru. Ef þau eru í ólestri, þá er það í okkar eigin höndum að bæta úr því.

 

Ósamstillt tríó

Eins og þeir þekkja sem hafa sungið í kór, er afar æskilegt að allir syngi í sömu tóntegund ef vel á að vera.

Sumir upplifa innri togstreitu varðandi peninga. Næstum eins og tvær eða þrjár raddir syngi hver í sinni tóntegund þegar peninga ber á góma.

Þegar innri togstreitu gætir varðandi peninga er ástæðan sú að peninga DNA-ið okkar er samsett úr þremur mismunandi peningapersónugerðum sem eru ósammála í grundvallarafstöðu sinni til peninga.

Eitt dæmi um slíkt tríó gæti verið ein sem vill leggja fyrir til að eiga varasjóð ef eitthvað kemur uppá. Önnur vill eyða í það sem þeirri fyrstu finnst óþarfi . Sú þriðja vill gjarnan gefa í hjálparstarf eða fjármagna góða hugmynd sem gæti minnkað losun koltvísýrings til mikilla muna.

 

Valið er þitt

En víkjum aftur að muninum á heppni, óheppni og vali. Það er algengt að blanda hugtökunum heppni og óheppni í jöfnuna þegar peningar eru annars vegar.

Samband okkar við peninga helgast hins vegar hvorki af heppni né óheppni. Við getum valið að skoða samband okkar við peninga ef við viljum breyta því.

 

Taktu ákvörðun

Sjálfsþekking er mikils virði. Að þekkja styrkleika sína og veikleika þegar peningar eru annars vegar. Að þekkja peninga DNA-ið sitt.

Það er einnig mikilst virði að öðlast smá húmor fyrir sjálfum sér og geta skorað á sig á heilbrigðan hátt að ná peningamarkmiðum sínum.

Fjármál þurfa ekki að vera leiðinleg. Þau geta meira að segja verið mjög skemmtileg!

Taktu ákvörðun um hvort þú vilt vera fjárhagslegur leiðtogi í eigin lífi eða hvort þú vilt láta stjórnast af heppni og óheppni í fjármálum hverju sinni. Þitt er valið.


Höfundur

Edda Jónsdóttir
Edda Jónsdóttir

Edda er leiðtogamarkþjálfi CPC sem sérhæfir sig í valdeflingu einstaklinga og teyma. Pistlar Eddu fjalla um fjárhagslega hæfni, leiðtogafærni og hugarfarsbreytingar.

Edda á og rekur EddaCoaching - www.eddacoaching.com. 

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband