Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2015

Umbreyttu peningamálunum

 Við glímum flest við einhvers konar áskoranir tengdar peningum. Við viljum gjarnan hafa meiri peninga milli handanna svo við getum gert það sem skiptir okkur máli. Hvort sem það er að fara í frí með fjölskyldu eða vinum, greiða skuldir, fjárfesta til framtíðar, eignast fallegt heimili eða eitthvað allt annað. Þrátt fyrir þennan vilja okkar til að hafa úr meiru að spila, verður oft lítið úr peningalegum áformum okkar. Ástæða þess er helst sú að við vitum ekki hvernig við eigum að fara að því að afla meira, hvað þá að halda meiru eftir af þeim peningum sem við öflum.

Mörgum þykir mjög óþægilegt að ræða um peninga. Sú tilhneiging hefur víðtæk áhrif og endurspeglast til dæmis í því að vinnuframlag fólks er mikið þó launaumslagið sé þunnt. Einnig getur þessi tilhneiging endurspeglast hjá frumkvöðlum í því að þeir eiga erfitt með að biðja um greiðslu fyrir störf sín.

En hvort sem þú ert starfsmaður hjá öðrum eða átt þinn eigin rekstur, þá er líklegt að þú upplifir ekki að þú sért við stjórnvölinn þegar peningar eru annars vegar. Þrátt fyrir að þú verðir að taka undir að peningar eru nauðsynlegur hluti af hinu daglega lífi.

 

Peningastreita

Ef þú ert ekki við stjórnvölinn þegar kemur að þínum peningamálum – þá ert þú undir stjórn peninga. Hvernig þá? Jú, ef þú upplifir stöðuga streitu vegna þess að peningamálin eru í flækju, þá kemur sú streita í veg fyrir að þú getir aflað meiri tekna. Þessi streita kemur einnig í veg fyrir að þú getir haft yfirsýn yfir peningamálin og haft stjórn á útgjöldum og sparnaði.

Tökum dæmi um mann sem leitaði til mín og ég hjálpaði honum að ná stjórn á peningamálum sínum. Við skulum kalla hann Tómas. Hann var tekjuhár en hafði ekki yfirsýn yfir útgjöld sín. Hann upplifði að tekjur hans fuðruðu upp í hverjum einasta mánuði og undir lok mánaðarins var hann farinn að bíða eftir næstu launagreiðslu. Við fórum í gegnum Peningaumbreytinguna saman og í kjölfarið öðlaðist hann yfirsýn á útgjöld sín og fór að hafa stjórn á þeim. Hann setti sér raunhæf fjárhagsleg markmið, byrjaði að leggja fyrir og saman bjuggum við til áætlun sem gerði honum kleift að greiða niður skuldir. Hann upplifði valdeflingu tengda peningum í fyrsta skipti á ævinni.

Góðar fréttir

Peningar eru harður húsbóndi og því er mjög valdeflandi að vera við stjórnvölinn þegar kemur að peningamálunum. Ég þekki það sjálf að vera á kafi í skuldasúpunni en ég lærði að synda og náði tökum á mínum peningamálum. Ekki svo að skilja að það sé allt fullkomið hjá mér. Ónei, ég glími enn við peningaáskoranir eins og allir aðrir. En ég hef öðlast kjark til að horfast í augu við áskoranirnar og mæta þeim. Ég hef lært að nota kerfisbundnar aðferðir til að greiða niður skuldir, leggja fyrir og setja mér fjárhagsleg markmið sem standast.

Nú býð ég þér að slást í hóp þeirra sem hafa náaunhæf markmið, ka undir það . nig ðir til að greiða niður skuldir, leggja fyrir og bmfram allt annað m skiptir okkur mð árangri í peningamálunum. Ég býð þér að taka við stjórnartaumunum og verða fjárhagslegur leiðtogi í eigin lífi. Skoðaðu nýju vefsíðuna mína og kynntu þér námskeiðsúrvalið.

 

 

 


Fyrirtæki í eigu kvenna skipta sköpum

Forbes tímaritið hefur kallað kvenfrumkvöðla hina nýju kvennahreyfingu. Helsta ástæða þess er sú að fyrirtæki í eigu kvenna í Bandaríkjunum hafa átt stóran þátt í því að efnahagsbati þjóðarinnar hefur orðið eins mikill og raun ber vitni.

 

Samkvæmt staðtölum af vefsíðu Samtaka kvenna í fyrirtækjarekstri í Bandaríkjunum, voru meira en 9,1 milljón fyrirtækja í eigu kvenna þar í landi árið 2014. Þau fyrirtæki höfðu nærri 7,9 milljón manns í vinnu. Þar kemur einnig fram að konur eiga eitt af hverjum fimm fyrirtækjum með hagnað upp á milljón bandaríkjadali eða meira á ári.

 

Evrópuráðið stóð fyrir víðtækri samantekt á staðtölum um frumkvöðla í Evrópu árið 2012. Samantektin náði til Íslands. Niðurstöður þeirrar samantektar sýna að 11,6 milljónir kven-frumkvöðla voru að störfum í þeim 37 Evrópulöndum sem samantektin náði til, eða 30% af heildarfjölda frumkvöðla í löndunum. Af þessum 11,6 milljónum voru 22% kvennanna með starfsfólk en 78% voru einyrkjar.

 

Íslenskar konur

Atvinnuþátttaka íslenskra kvenna er hvað mest á byggðu bóli. Samkvæmt skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD frá árinu 2014 var hún 79,6% eða hæst meðal ríkja stofnunarinnar.

 

Þrátt fyrir að konur í atvinnurekstri hafi verið mjög áberandi á Íslandi, eru haldbærar opinberar staðtölur um fjölda íslenskra fyrirtækja í eigu kvenna ekki aðgengilegar eins og sakir standa. Samkvæmt upplýsingum frá Félagi kvenna í atvinnurekstri, er þó unnið að því að taka tölurnar saman en ætla má að um fimmtungur íslenskra fyrirtækja séu í eigu kvenna.

 

Í frelsinu felst öryggi

Af framangreindu að ráða er óhætt að segja að fjöldi kvenna ver tíma sínum í að byggja upp fyrirtæki. Alþjóðlegar rannsóknir hafa sýnt að konur kjósa gjarnan það öryggi og frelsi sem felst í því að reka eigið fyrirtæki.

 

Ein af meginstoðunum í starfsemi UN-Women í heiminum er fjárhagsleg valdefling kvenna. Helsta ástæða þess er sú að það hefur sýnt sig að í samfélögum þar sem konur fara fyrir fé, eru tækifærin fleiri en ella.

 

Aðeins 7% af auði jarðar er formlega í höndum kvenna. Sú staðreynd er áfall í sjálfu sér. Sér í lagi þar sem konur eru nú 52% mannkyns, samkvæmt nýjustu tölum. Á sama tíma vekur þessi staðreynd hjá mér spurningar á borð við: Hvers konar breytinga er að vænta í heiminum, nú þegar fleiri og fleiri konur gerast frumkvöðlar og upplifa fjárhagslega valdeflingu?

 

Fjárhagsleg valdefling kvenna

Mitt markmið er að stuðla að fjárhagslegri valdeflingu kvenna og að sífellt fleiri konur verði fjárhaglegir leiðtogar í eigin lífi.

Við glímum öll við áskoranir tengdar peningum. Þessar áskoranir eru ekki meðfæddar heldur áunnar. Sumar þeirra höfum við dragnast með í áraraðir og aðrar eru sennilega til komnar í kjölfar hrunsins. Margar hafa meira með sjálfsmynd okkar að gera en nokkuð annað en endurspeglast í peningahegðun okkar.

 

Góðar fréttir

Góðu fréttirnar eru þær að við getum losnað við peningaáskoranir okkar. Sumt fólk segist ekki vilja breytingar en það baðar sig þó daglega og skiptir um föt, svo hvers vegna ekki að skipta um peningahugmyndir og losna þannig við áskoranir tengdar peningum?

 

Þeir sem ég vinn með og fer með í gegnum Peningabyltinguna, losna við úreltar peningahygmyndir og þróa með sér nýtt viðhorf. Þetta fólk upplifir sannkallaða byltingu sem endurspeglast í breyttri peningahegðun.

 

 

 


Höfundur

Edda Jónsdóttir
Edda Jónsdóttir

Edda er leiðtogamarkþjálfi CPC sem sérhæfir sig í valdeflingu einstaklinga og teyma. Pistlar Eddu fjalla um fjárhagslega hæfni, leiðtogafærni og hugarfarsbreytingar.

Edda á og rekur EddaCoaching - www.eddacoaching.com. 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband