Leita í fréttum mbl.is

Með há laun - en nær ekki að spara

Velflestir þeirra sem leita til mín eru vel menntaðir, í góðri vinnu og með ágætis laun. En staðreyndin er sú að allir glíma við einhvers konar áskoranir tengdar peningum.

 

Mér finnst ég eiga að kunna þetta...

Margir þeirra sem leita til mín segjast hálfskammast sín fyrir að þurfa að ræða fjármálin því þeim finnst að þetta ætti að vera á hreinu.

Ég hef því komist að þeirri niðurstöðu að sú mýta sé lífseig í hugum okkar flestra að það fari saman að vera vel menntuð, í góðri vinnu, með ágætis laun og með fjármálin algjörlega á hreinu. Þess vegna virðist mér að því fylgi oft skömm að viðurkenna að maður sé bara langt frá því að vera með peningamálin á hreinu. Þessu vil ég gjarnan taka þátt í að breyta!

 

Fjárhagsleg valdefling

Ég hef notað orðasambandið fjárhagsleg valdefling (e. financial empowerment) til að lýsa því sem gerist þegar fólk fer í gegnum vinnuna með mér. Í fyrstu horfist það í augu við áskoranir sínar og öðlast hugrekki til að takast á við þær. Það kynnist peningahugmyndunum sínum og áttar sig á hverjar nýtast og hverjar má skilja eftir í vegarkantinum svo ný fjárhagsleg framtíð geti tekið á sig mynd.

Fólk fer smám saman að takast á við fjármál sín með kerfisbundnum hætti. Það kann að hljóma mjög leiðinlega í eyru margra en kerfið getur sem betur fer verið mjög skemmtilegt og því verður eftirsóknarvert að fylgja því eftir. Árangurinn lætur heldur ekki á sér standa. Smátt og smátt er eins og fólki vaxi ásmegin.

 

Á hverju byggir samband okkar við peninga?

Samband okkar við peninga helgast hvorki af menntun né launum. Það byggir fyrst og fremst á peningahugmyndum okkar. Sumar þeirra eru ættaðar úr æsku okkar og uppeldi og aðrar höfum við ættleitt með einum eða öðrum hætti í gegnum lífið.

Samband okkar við peninga byggir einnig að stóru leyti á vana – og reyndar oft ósiðum ef svo mætti að orði komast. Það er að segja við höfum vanið okkur á ákveðna peningahegðun sem nýtist okkur ef til vill að sumu leyti en svo sitjum við velflest uppi með einhverja ósiði tengda peningum. Eitthvað sem okkur þykir annað hvort erfitt að viðurkenna að við ráðum ekki við eða eitthvað sem við viljum breyta en vitum ekki hvernig við eigum að gera það.

 

Sjálfsskilningur og sátt

Það sem einkennir árangur þeirra sem hafa sótt námskeiðin mín á undanförnum árum, er sjálfskilningur. Í gegnum hinar svokölluðu peningapersónugerðir, öðlast fólk skiling á því hvernig það er samsett ef svo má segja.

Markvert þykir mér þegar þeir sem hafa beitt sig hörðu um árabil vegna þess að þeim hefur fundist þeir eiga að hafa betri tök á peningamálunum – ná að fyrirgefa sér og halda áfram. Byggja sína fjárhagslegu framtíð á nýjum grunni.

Velflestir þeirra sem fá hugrekki til að virkilega gangast við sjálfum sér – með kostum og göllum - fá svolítinn húmor fyrir sjálfum sér. Það er dýrmætt!

 

Peninga DNA vinnustofa – uppselt á laugardag – aukadagur á sunnudag

Næstu helgi verður haldin peninga DNA vinnustofa í Tveimur heimum. Þetta er eins dags vinnustofa þar sem grunnurinn að þeirri vinnu sem ég hef nefnt hér að ofan er lagður.

Það eru uppselt á laugardaginn en vegna fjölda áskorana kemur til greina að halda aðra vinnustofu á sunnudaginn. Fylgdu hlekknum ef þú vilt taka þátt í peninga DNA vinnustofu á sunnudaginn, 30. apríl. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Jónsdóttir
Edda Jónsdóttir

Edda er leiðtogamarkþjálfi CPC sem sérhæfir sig í valdeflingu einstaklinga og teyma. Pistlar Eddu fjalla um fjárhagslega hæfni, leiðtogafærni og hugarfarsbreytingar.

Edda á og rekur EddaCoaching - www.eddacoaching.com. 

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband