Leita í fréttum mbl.is

Orð eru dýr

Daginn sem fyrsta orðið hraut af vörum þínum, breyttist allt. Foreldrar þínir fluttu ættingjum og vinum fregnir af þessu stórkostlega barni sem sagði fyrsta orðið. Þvílíkt undur! Svo bættust orð í safnið og smám saman fórstu að mynda setningar. Einn daginn varstu altalandi.

 

Orð eru merkilegt fyrirbæri og máttur þeirra stórlega vanmetinn. Setningar eins og orð eru til alls fyrst og í upphafi var orðið, eru hluti af menningu okkar sem vestrænnar þjóðar án þess að við gerum okkur almennt grein fyrir valdinu sem felst í orðum okkar og notkun þeirra dag frá degi.

 

Orð sem sverð

Sumir nota orð sín sem sverð til að særa aðra vísvitandi. En sannleikurinn er sá að við höfum líka vald til að ákveða hvort við látum orð annarra hafa bein áhrif á líf okkar eða látum þau falla dauð og ómerk niður. Við getum einnig valið að staldra við og nota orð okkar til að stoppa flauminn frá þeim sem nota orð til að særa. Við getum til dæmis sagt: Orð þín særa mig. Ég vil ekki að svona sé talað við mig svo ég bið þig að hætta.

 

Orð sem breyta öllu

Lögmálið um orsök og afleiðingu stjórnast af því sem við segjum. Við höfum vald til að tala blessun inn í líf okkar. En við höfum einnig vald til að viðhalda óbreyttu ástandi eða gera illt verra – með orðum okkar einum saman. Nú andvarpa sumir og segja jafnvel: þvílíkt rugl. En sannleikurinn er sá að orð eru til alls fyrst. Það sem við segjum getum við notað til niðurrifs en einnig til uppbyggingar. Það er okkar val.

 

Setningin sem glæðir lífið litum

Fyrir rúmu ári síðan varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast ungri konu sem hefur einstakt viðhorf til lífsins. Ég tók strax eftir glaðværðinni sem hún býr eftir og fór ósjálfrátt að fylgjast með henni. Þegar ég heyrði hana segja sömu setninguna fjórða morguninn í röð, áttaði ég mig á því í hverju gleði hennar var fólgin. Hún fólst í viðhorfi hennar til lífsins, sem endurspeglaðist í því að hún endurtók upphátt með innlifun: „Í dag er besti dagur lífs míns!“ á hverjum einasta degi. Prófaðu og fylgstu með því sem breytist í kjölfarið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Jónsdóttir
Edda Jónsdóttir

Edda er leiðtogamarkþjálfi CPC sem sérhæfir sig í valdeflingu einstaklinga og teyma. Pistlar Eddu fjalla um fjárhagslega hæfni, leiðtogafærni og hugarfarsbreytingar.

Edda á og rekur EddaCoaching - www.eddacoaching.com. 

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband